Fréttayfirlit 30. ágúst 2016

Söfnun fyrir Sýrland

SOS Barnaþorpin eru ein af fáum samtökum sem starfa enn fyrir börn og fjölskyldur í Aleppo. Aðstæður þar eru afar erfiðar og því hafa mörg hjálparsamtök þurft að yfirgefa borgina, en þörf fyrir hjálp hefur aldrei verið meiri. Það er svo til ómögulegt fyrir almenna borgara að yfirgefa Aleppo og enginn aðgangur er að vatni og rafmagni innan borgarmarkanna. 

SOS hefur starfað mikið með Rauða hálfmánanum í landinu og verkefni eru meðal annars matargjafir til 12,500 einstaklinga og færanleg heilsugæsla sem bæði er ætluð til að sjá um almenna heilsu sem og taka við alvarlega veiku og slösuðu fólki.

SOS Barnaþorpin starfrækja einnig öruggt svæði fyrir börn og mæður í Aleppo og stefnt er að opnun tveggja öruggra svæða til viðbótar á næstu vikum. Á öruggum svæðum fá börn að vera börn og mæður hafa öruggt skjól til að fæða og sjá um ungabörn sín. Að auki gefa samtökin 20 lítra af vatni á dag til almennra borgara.

Stefnt að meiri hjálp

Þrátt fyrir að aðstæður séu gríðarlega erfiðar í borginni stefnir SOS á að opna tvo grunnskóla innan borgarmarkanna og þann þriðja fyrir utan borgina í september. Alls munu skólarnir geta menntað 2.400 börn og gefa ungmennum kost á verkmenntun. Menntun er gríðarlega mikilvæg á öllum stundum, sérstaklega á stríðssvæðum. Þar fá börn tækifæri á að öðlast þekkingu sem undirbýr það fyrir framtíðina og gefa þeim einnig kost á að einbeita sér að einhverju öðru en þeim hörmungum sem þau búa við dags daglega. 

Verið er að undirbúa dreifingu á vetrarfötum sem hefjast á í byrjun október.

Til að styrkja verkefni SOS Barnaþorpanna í Sýrlandi má gefa 2000 krónur með því hringja í síma 907 1002, eða leggja inn á reikning 334-26-52075, kt.500289-2529 með skýringunni Sýrland.


Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...