Fréttayfirlit 19. júní 2020

Sólblómahátíðin með breyttu sniði í ár

Sólblómahátíð SOS Barnaþorpanna er orðinn árviss viðburður. Þá hittast allir sólblómaleikskólar á höfuðborgarsvæðinu og eiga saman góðar stundir. Í ár var þó ekki hægt að halda hátíðina vegna aðstæðna í landinu en við létum það ekkert á okkur fá og færðum Sólblómahátiðina inn á leikskólana.

Leikskólarnir sjálfir héldu sínar eigin hátíðir og krakkarnir á sólblómaleikskólanum Álfaheiði létu sitt ekki eftir liggja. Þann 10. júní héldu þau sína Sólblómahátíð. Bæði börn og starfsfólk mættu í gulum fötum og sólin tók þátt í litaþema hátíðarinnar og skein skært á hátíðisdaginn.

Það komu góðir gestir í heimsókn en Ronja ræningjadóttir kíkti við ásamt frábærum sirkuslistamönnum sem sýndu börnunum listir sínar. Börnin söfnuðu pening fyrir Ísabellu, styrktarbarn leikskólans og voru ánægð með að geta styrkt framfærslu yndislega styrktarbarnsins síns. Það má því með sanni segja að hátíðin hafi heppnast mjög vel og veðrið lék við börnin á þessum fallega degi.

SÓLBLÓMALEIKSKÓLAR SOS BARNAÞORPANNA Á ÍSLANDI

Sólblómahátíð á Álfaheiði

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...