Fréttayfirlit 16. maí 2023

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS

Sorgarmiðstöð hlaut í gær hina árlegu fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna fyrir mikilvægt starf í þágu barnafjölskyldna á Íslandi. Forsetafrú og velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi, Eliza Reid, afhenti viðurkenninguna fyrir hönd samtakanna sem veita hana nú í sjöunda sinn á alþjóðlegum degi fjölskyldunnar. Karólína Helga Símonardóttir, stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar, veitti viðurkenningunni viðtöku.

Eva Skarpaas hefur nýtt sér þjónustu Sorgarmiðstöðvarinnar eftir að sonur hennar tók eigið líf í nóvember 2019. Eva ávarpaði viðstadda á athöfninni þegar viðurkenningin var veitt. Eva Skarpaas hefur nýtt sér þjónustu Sorgarmiðstöðvarinnar eftir að sonur hennar tók eigið líf í nóvember 2019. Eva ávarpaði viðstadda á athöfninni þegar viðurkenningin var veitt.

Þarna missti ég barnið mitt

Eva Skarpaas, einn af skjólstæðingum Sorgarmiðstöðvar, ávarpaði viðstadda á athöfninni í félagsheimili Þróttar. Eva lýsti því hvernig hún nýtti sér þjónustu Sorgarmiðstöðvarinnar eftir að sonur hennar Gabríel tók eigið líf, aðeins 21 árs að aldri. Eftir sat fjöldi aðstandenda í djúpum sárum, þeirra á meðal tvær yngri systur Gabríels, átta og tólf ára.

„Þarna missti ég barnið mitt, systur hans misstu stóra bróður sinn, pabbi hans missti strákinn sinn, stjúpi, fyrrverandi kærastan missti þarna fyrstu ástina, amma og afi og við stöndum öll þarna eftir algerlega mölbrotin,“ segir Eva m.a. í ítarlegu myndbandsviðtali við SOS Barnaþorpin sem sjá má hér.

Eva segir að hjá Sorgarmiðstöð hafi hún fengið aðstoð fólks sem gengið hefur í gegnum sömu lífsreynslu. Viðmót fólksins hafi gefið henni von um að hún gæti öðlast lífsgleði á ný. Markmið Sorgarmiðstöðvar er að styðja við syrgjendur og alla þá sem vinna að velferð þeirra. Starfsemin lýtur fyrst og fremst að stuðningi, ráðgjöf, upplýsingaþjónustu og fræðslu.

Styrkti stúlku í SOS barnaþorpi í Gana

Það er ánægjulegt að segja frá því að eftir að Eva eignaðist Gabríel gerðist hún SOS-foreldri og styrkti stúlku í SOS barnaþorpi í Gana. Eva styrkti stúlkuna í 15 ár eða þar til hún flutti úr barnaþorpinu og fór að standa á eigin fótum og er Eva enn í sambandi við hana í dag. Eva segir frá því í viðtalinu hvernig stúlkan hjálpaði sér við verkefni í Háskólanum í Reykjavík.

Rúrik Gíslason og Eliza Reid, velgjörðasendiherrar SOS ásamt Karólínu. Rúrik Gíslason og Eliza Reid, velgjörðasendiherrar SOS ásamt Karólínu.

Umsögn valnefndar

SOS Barna­þorp­in hafa frá ár­inu 1949 sér­hæft sig í því að hjálpa um­komu­laus­um börn­um og illa stödd­um barna­fjöl­skyld­um.

„Í SOS barna­þorp­um um all­an heim býr fjöldi barna sem hefur misst foreldra sína og/eða aðra ættingja og syrgir af þeim sökum. Sorgin er því vel þekkt viðfangsefni í barnaþorpunum og fögnum við því öfluga og mikilvæga starfi sem Sorgarmiðstöð sinnir fyrir syrgjandi börn og fjölskyldur hér á landi,“ seg­ir í um­sögn val­nefnd­ar.

Í nefndinni sátu Sal­björg Bjarna­dótt­ir, fyrrverandi sér­fræð­ing­ur hjá Land­læknisembætt­inu, Sigrún Þór­ar­ins­dótt­ir, sviðs­stjóri vel­ferð­ar­sviðs Kópa­vogs, Ragn­ar Schram fram­kvæmda­stjóri SOS og Hjör­dís Rós Jóns­dótt­ir fé­lags­ráð­gjafi og fræðslu­fulltrúi SOS.

Frá afhendingu viðurkenningarinnar í félagsheimili Þróttar. Frá afhendingu viðurkenningarinnar í félagsheimili Þróttar.

Handhafar viðurkenningarinnar frá 2016

Þetta er í sjöunda sem SOS Barnaþorpin veita fjölskylduviðurkenninguna. Viðurkenningarhafar eru:

Karólína Rós Ólafs- Sigurveigardóttir, 14 ára úr Skólahljómsveit Kópavogs, flutti á þverflautu, lagið Ást eftir Magnús Þór Sigmundsson. Karólína Rós Ólafs- Sigurveigardóttir, 14 ára úr Skólahljómsveit Kópavogs, flutti á þverflautu, lagið Ást eftir Magnús Þór Sigmundsson.

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...