Fréttayfirlit 7. september 2016

SOS Barnaþorpin fá viðurkenningu spænska konungsveldisins

Virt viðurkenning hefur verið veitt til SOS Barnaþorpanna á Spáni, nánar tiltekið Asturias prinsessuverðlaunin fyrir eindrægni, sem spænska konungsveldið veitir á ári hverju.

Viðurkenningin er ein af átta sem Asturias prinsessustofnunin veitir. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á þeim sem „vinna að verndun mannréttinda, stuðla að friði, frelsi og samstöðu, vernda menningararf og vinna almennt að framþróun og auknum skilningi á mannkyninu.“

Þrjátíu og eins manns dómnefnd valdi SOS Barnaþorpin úr hópi fjölda tilnefninga, en fyrrum körfuboltamaðurinn Amaya Valdemoro tilnefndi samtökin.

Spánarkonungur útskýrði í bréfi til Siddhartha Kaul, forseta alþjóðasamtaka SOS, að verðlaunin viðurkenni samtökin fyrir frumkvöðlastarf sitt í yfir 70 ár á alþjóðagrundvelli sem hefur verndun barna að meginmarkmiði; markmið sem hefur jafnvel meira vægi á tímum átaka og hörmunga á alþjóðavísu.

Viðurkenningin verður formlega veitt í október við hátíðlega athöfn í Oviedo, þar sem drottning og konungur Spánar verða heiðursgestir.

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...