Fréttayfirlit 22. janúar 2016

SOS Barnaþorpin sækja börn til Madaya

SOS Barnaþorpin og sýrlenski Rauði krossinn hafa tekið höndum saman og munu sækja verst settu börnin í þorpinu Madaya í Sýrlandi á næstu dögum. Í síðustu viku veittu sýrlensk stjórnvöld heimild til flutnings hjálpargagna til þorpsins en nú hafa SOS Barnaþorpin einnig fengið leyfi til að flytja illa stödd börn í búðir samtakanna í Damaskus. Íbúar Madaya hafa verið innikróaðir í hálft ár vegna umsáturs stjórnarhersins og ekki fengið neina aðstoð síðan í október en fjöldi barna hefur misst foreldra sína og búa við afar bágar aðstæður.

Þegar börnunum hefur verið komið í skjól verða þarfir þeirra greindar enn frekar og þeim útveguð viðeigandi aðstoð . Ekki er ljóst hversu mörg börn verða sótt úr bænum eða hversu langan tíma aðgerðin mun taka.

Samtökin eru þá vongóð um að einnig verði hægt að sækja verst settu börnin í tveimur þorpum í Idlib-héraði í norðurhluta landsins, Foah og Kefraya, þar sem ástandið er mjög slæmt. Uppreisnarmenn hafa setið um þau þorp síðan í mars á liðnu ári en talið er að yfir 400 þúsund manns séu innikróuð í sýrlensku þorpunum þremur.

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...