Fréttayfirlit 14. desember 2016

SOS í Aleppo

Ofbeldið í Aleppo eykst með hverjum deginum og þúsundir barna þjást. SOS Barnaþorpin halda áfram að starfa í borginni þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Samtökin hafa sett upp vatnsdælu í miðborg Aleppo ásamt því að yfir 1500 einstaklingar fá heita máltíð daglega. 2800 skömmtum af mjólk hefur verið úthlutað til barna á flótta og 540 börn mæta daglega í skóla á vegum SOS Barnaþorpanna. Tveir læknar á vegum samtakanna hafa unnið hörðum höndum í desember en áhersla er lögð á aðstoð við börn og foreldra þeirra. Þá verður barnvænt svæði sett upp í Aleppo í næstu viku og vetrarfatnaði dreift til barna.

Alia Al-Dalli, starfsmaður SOS Barnaþorpanna í Sýrlandi segir ástandið í Aleppo skelfilegt. „Hryllingurinn nær nýjum hæðum í Aleppo en SOS Barnaþorpin halda áfram að gera allt í sínu valdi til að styðja við börn og fjölskyldur þeirra. En það er sama hvað við gerum, hvort sem það er að útvega mjólk fyrir ungabörn, heitar máltíðir fyrir börn eða heilbrigðisaðstoð, við getum aldrei aðstoðað alla. Hugur okkar er hjá öllum þeim börnum sem eru ein á flótta í þeim mikla kulda sem nú er í Sýrlandi og undir stöðugum sprengingum. Við biðlum til allra aðila stríðsins um að hætta árásum á óbreytta borgara og borgaraleg skotmörk og virða þannig réttindi saklausra íbúa Aleppo.“

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...