Fréttayfirlit 21. janúar 2019

SOS kom til bjargar í vetrarhörkum í Líbanon

Við þekkjum það hérna á Íslandi hversu kaldir veturnir geta orðið og því eigum við flest hlý föt til að klæðast þegar þannig viðrar. Sýrlensk flóttabörn í Líbanon voru ekki svona vel búin á dögunum þegar mjög slæmt veður gekk yfir Bekaa-dalinn en þar er SOS barnaþorp í bænum Ksarnaba. Tíðarfar á svæðinu hefur verið óvenju slæmt en SOS Barnaþorpin voru vel undir það búin og dreifðu í síðustu viku hlýjum vetrarfatnaði til flóttafjölskyldna á svæðinu.

Mikil þörf er á hlýjum skóm, yfirhöfnum, sokkum og slíkum fatnaði fyrir börn að 14 ára aldri. „Vetrarfatnaður er mjög sjaldgæfur hérna og það er lítið um að önnur hjálparsamtök dreifi slíkum fatnaði. Við áttum til hlý föt sem safnast höfðu fyrir framlög styrktaraðila og við Það er vetrarlegt um að litast í Bekaa-dalnumnáðum því að skaffa fólkinu fötin,“ segir Salman Dirani, framkvæmdastjóri SOS barnaþorpsins í Ksarnaba.

SOS Barnaþorpin í Líbanon settu í mars árið 2017 á laggirnar neyðarverkefni í Bekaa-dalnum sem felur í sér að styðja fjölskyldur í erfiðum aðstæðum, alls 330 fjölskyldur. Nærri ein milljón Sýrlendinga hafa sótt um hæli í Líbanon frá því borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst árið 2011.

SOS Barnaþorpin á Íslandi taka reglulega þátt í að leggja fjármagn til neyðarverkefna af þessu tagi. Frjáls framlög einstaklinga og fyrirtækja fjármagna slíka styrki og viljir þú taka þátt í því er allar upplýsingar um frjáls framlög að finna hér.

Heimsmarkmiðin.jpg

Úthlutun fatnaðarins á við um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun nr. 1 og 3. SOS Barnaþorpin uppfylla heimsmarkmið númer 1, 4, 8, 10 og 16 að fullu. Þar að auki uppfylla þau markmið númer 3,5 og 17 að hluta. Heimsmarkmiðin eru liður framkvæmdaáætlun í þágu mannkynsins, jarðarinnar og hagsældar en með henni er einnig leitast við að stuðla að friði um heim allan.

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...