Fréttayfirlit 1. september 2015

Tombóla á Menningarnótt

Á Menningarnótt tóku bræðurnir Benedikt og Bjartur sig til og héldu tombólu til styrktar SOS Barnaþorpunum en þetta er í fimmta skipti sem þeir halda slíka fjáröflun á Menningarnótt. Þeir bræður, ásamt fjölskyldu sinni styrkja dreng sem heitir Asif Hussain og býr í SOS Barnaþorpinu í Dhaka í Bangladess. Þeir ákváðu því að láta ágóðann renna sérstaklega til barnaþorpsins sem Asif býr í.

Með smávægilegri hjálp foreldra sinna undirbjuggu Benedikt og Bjartur tombóluna og stóðu svo við söluborð sitt á horni Skólavörðustígs og Eiríksgötu. Benedikt sem er 8 ára og Bjartur sem er 6 ára seldu grimmt og söfnuðu hvorki meira né minna en 20.000 krónum. 

SOS Barnaþorpin þakka bræðrunum kærlega fyrir stuðninginn!

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...