Fréttayfirlit 6. júní 2017

Utanríkisráðuneytið styrkir neyðaraðstoð SOS í Mið-Afríkulýðveldinu

Nýlega styrkti utanríkisráðuneytið SOS Barnaþorpin á Íslandi til að fjármagna neyðaraðstoð samtakanna í Mið-Afríkulýðveldinu. Styrkurinn hljóðar upp á tólf milljónir og mótframlag SOS á Íslandi eru rúmar fimm milljónir. Því fara rúmar sautján milljónir frá Íslandi til neyðarverkefna SOS Barnaþorpanna í Mið-Afríkulýðveldinu.

Neyðin í Mið-Afríkulýðveldinu er gríðarleg og talin í hópi tíu alvarlegustu neyða í heiminum í dag. Yfirvöld í landinu ráða ekki við ástandið sem m.a. stendur af fólki á flótta, skipulögðum drápum á ættbálkum og mnnréttindarbrotum.

Verkefnið sem SOS Barnaþorpin fengu styrk fyrir er staðsett í Bangui í Mið-Afríkulýðveldinu og mun að minnsta kosti standa yfir til vors 2018. Áætlaður fjöldi beinna skjólstæðinga verkefnisins er 12 þúsund börn og fjölskyldur þeirra.

Neyðaraðstoðin felur meðal annars í sér eftirfarandi:

  • Matargjafir
  • Heilbrigðisaðstoð fyrir vannærð börn, barnshafandi konur og konur með barn á brjósti
  • Aðstoð við að koma börnum í skóla
  • Endurbygging á skólum
  • Hreinlætisvörur fyrir börn, barnshafandi konur og konur með barn á brjósti
  • Barnvæn svæði þar sem börn geta fengið aðstoð og leikið sér
  • Skýli fyrir börn sem misst hafa foreldra sína eða orðið viðskila við þá

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...