Fréttayfirlit 8. júlí 2019

Dvalarheimilið vígt með fallegri viðhöfn

Dvalarheimilið vígt með fallegri viðhöfn

Eins og við höfum áður greint frá er nýlokið byggingu dvalarheimilis í SOS barnaþorpinu Hojai á Indlandi fyrir SOS mæður á eftirlaunum. Það var fjármagnað að stórum hluta með erfðagjöf frá Önnu Kristínu Ragnarsdóttur. Vígsluathöfn fór fram 30. júní sl. og voru okkur að berast eftirfarandi myndir frá henni.

Dvalarheimili á Indlandi fjármagnað með íslenskri erfðagjöf

Fyrrverandi SOS móðir tekur við herbergislykliAðstoða núverandi SOS-mæður

Börn, SOS-mæður og samstarfsfólk skreyttu húsið sem hefur nú tekið á sig mjög heimilislegan brag. Meðal þeirra sem héldu ræðu við tilefnið var ein af núverandi SOS-mæðrum í barnaþorpinu. Hún fagnar því að geta þurfa ekki að leita langan veg í reynsluna.

„Við erum ánægðar með að geta lært af reyndari SOS-mæðrum. Að hafa þær svona nálægt okkur við að vinna undir þeirra leiðsögn.

Einstök gjöf

SOS mæðurnar fyrrverandi gróðursettu tré við tilefnið

Framkvæmdastjóri barnaþorpsins í Hojai þakkaði í ræðu sinni öllum sem létu þennan draum verða að veruleika, byggingu dvalarheimilisins og það gerði líka ein af þeim tíu fyrrverandi SOS-mæðrum sem flytja inn í húsið.

„Það verður gefandi fyrir okkur í ellinni að hafa áfram börn í kringum okkur. Við erum mjög þakklátar öllum þeim sem létu sig okkur varða með því að gefa okkur þessa einstöku gjöf.“

Án SOS mæðra væru ekki til nein SOS barnaþorp og með því að ráðstafa hluta af arfi Önnu Kristínar á þennan hátt vill SOS á Íslandi sýna núverandi SOS-mæðrum í Hojai að þær þurfa ekki að hafa áhyggjur af húsnæðismálum þegar þær fara á eftirlaun.

Börnin í þorpinu fylgdust að sjálfsögðu með

Börnin fluttu dansatriði við vígsluna

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...