Fréttayfirlit 3. nóvember 2023

Sjö manna fjölskylda dó í sprengjuárás - „Börnin eru hrædd“

Sjö manna fjölskylda dó í sprengjuárás - „Börnin eru hrædd“

„Skilaboð okkar til alþjóðasamfélagsins eru skýr. Börn eiga að vera í skjóli fyrir sprengjum og öðrum árásum. Það þarf að vernda börnin. Þetta þarf að gerast strax enda kveða alþjóðalög á um að börnum sé hlíft og óbreyttum borgurum. Við viljum vopnahlé. Strax.“

Þetta segir starfskona SOS Barnaþorpanna í Palestínu í viðtali við íslenska fréttamiðilinn Heimildina. Af öryggisástæðum getur hún ekki komið fram undir nafni. Konan var nýkomin heim úr vinnunni þegar Heimildin náði tali af henni en hún býr og starfar á Vesturbakkanum. Sjálf er hún fædd og uppalin í Palestínu.

Síðustu vikur hefur börnunum verið kennt hvernig á að bregðast við ef ráðist verður á þorpin þar sem þau búa. Starfskona SOS í Palestínu

Sækja vatn í brunna

Um 160 palestínsk börn búa í SOS barnaþorpum fyrir botni Miðjarðarhafs, 76 þeirra eru í þorpum í Rafah sunnarlega á Gazaströndinni, um 30 kílómetra suðvestur af Gazaborg. Flest barnanna eru umkomulaus og í umönnun SOS þar sem starfskonurnar eru ýmist kallaðar mæður eða frænkur. Konan segir að erfitt hafi verið að ná sambandi við þorpin sem eru á Gaza síðustu daga þar sem síma- og netsamband sé stopult. Hún segir að börnin séu öll óhult.

Börnin, mæðurnar og frænkurnar eigi allt að tveggja mánaða matarbirgðir og sækja vatn í brunna sem hefur verið komið fyrir í þorpunum. „Hins vegar er rafmagn af mjög skornum skammti, dugar í um þrjár klukkustundir á sólarhring,“ segir hún.

„Börn eiga að vera í skjóli fyrir sprengjum og öðrum árásum. Það þarf að vernda börnin. Þetta þarf að gerast strax,“ segir starfskona SOS í Palestínu. „Börn eiga að vera í skjóli fyrir sprengjum og öðrum árásum. Það þarf að vernda börnin. Þetta þarf að gerast strax,“ segir starfskona SOS í Palestínu.

Sjö manna fjölskylda dó í sprengjuárás

SOS styður einnig fjölskyldur sem eiga um sárt að binda. „Þetta eru stuðningsverkefni og það eru um 350 fjölskyldur sem þiggja þá aðstoð. 1.500 börn tilheyra þessum fjölskyldum. Margar þeirra búa á Gazaströndinni og nú þegar höfum við fengið fregnir af því að sjö manna fjölskylda dó í sprengjuárás, hjón og fimm börn.

Við höfum líka fengið að vita af annarri fjölskyldu sem varð fyrir árás. Mamman er ekkja, hún er mikið slösuð, elsti sonur hennar sem var 22 ára er látinn og litlu systkini hans þrjú líka. Sonurinn var fyrirvinna fjölskyldunnar. Þetta er bara það sem við höfum fengið staðfest,“ segir konan og bætir við að mun fleiri séu dánir á Gaza en greint hefur verið frá því að fjöldi fólks sé grafið undir rústum. „Óttast er að það séu mjög mörg börn grafin í rústum húsa.“

Þetta eru hræðilegustu árásir sem gerðar hafa verið á þessu svæði og það hefur áhrif á okkur öll. Starfskona SOS í Palestínu.

Ástandið muni versna mikið

Hún segir að börn og óbreyttir borgarar fyrir botni Miðjarðarhafs sem hafi ekkert til saka unnið séu fórnarlömb pólitísks fárviðris.

„Þetta eru hræðilegustu árásir sem gerðar hafa verið á þessu svæði og það hefur áhrif á okkur öll, líka þau sem eru ekki í miðju átakanna. Við biðjum um vopnahlé og því er hafnað. Það er ekki einu sinni samþykkt að leggja niður vopn þannig að hægt sé að koma mat, vatni og lyfjum inn á svæðin. Þetta er algerlega skelfilegt og ég óttast að ástandið eigi eftir að versna mikið á næstu dögum.“

SOS barnaþorpin hafa verið starfrækt í Palestínu frá árinu 1968, eða í 55 ár, og í Ísrael í 46 ár, frá árinu 1977.

Sjá einnig: SOS á Íslandi sendir 10 milljónir í neyðaraðgerðir

Neyð á Gaza

Neyð á Gaza

Neyð á Gaza

Styrktu neyðaraðgerðir SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra á Gaza í Palestínu. Þar ríkir mikil neyð. Tugþúsundir hafa látið lífið og fjöldi barna misst foreldra sína. SOS Barnaþorpin starfa á Gaza og eru í góðri aðstöðu til að hjálpa börnum þar.

Veldu eitt af boxunum hér fyrir neðan. Athugaðu að þú getur breytt fjárhæðinni (lágmarksupphæð er 1.000 krónur.)

Stakt framlag Styrkja 2.500 kr á mánuði Styrkja 5.000 kr á mánuði