Fréttayfirlit 6. maí 2019

Fyrrverandi SOS-barn heimsækir Ísland

Lífið í SOS barnaþorpum er skiljanlega mjög fjarlægt í huga okkar Íslendinga enda eru hér engin slík þorp. Mánudagskvöldið 13. maí gefst styrktaraðilum SOS Barnaþorpanna á Íslandi og öðrum áhugasömum einstakt tækifæri á að hitta mann sem ólst upp í barnaþorpi í Kenía. Hann fékk góða menntun og hefur náð langt á sínu sviði; hann er m.a. ráðgjafi hjá Bill & Melinda Gates sjóðnum sem er stærsti einkarekni góðgerðarsjóður í heimi.

Samburu Wa-Shiko er 43 ára Keníamaður sem missti foreldra sína ungur að árum. Hann fékk SOS móður og nýja fjölskyldu í SOS barnaþorpinu í Mombasa í Kenía þar sem hann svo ólst upp. Eftir að Samburu flutti úr barnaþorpinu lá leið hans í háskólanám í Kanada og Bretlandi og að námi loknu starfaði hann m.a. fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Hann er frábært dæmi um barn í neyð sem hefur fengið nýtt tækifæri hjá SOS og náð langt í lífinu.

Þetta er upplagt tækifæri fyrir ykkur að spyrja Samburu út í það sem ykkur liggur á hjarta um uppvöxt í SOS barnaþorpi.

✔️Hvað er SOS barnaþorp?
✔️Er gott, vont eða erfitt að alast þar upp?
✔️Er erfitt fyrir barn að flytja þangað?
✔️Hvernig eru framtíðarmögulelikar barnanna á menntun og atvinnu?

Samburu er líflegur og segir skemmtilega frá. Hann hlakkar mjög að koma til Íslands og hitta styrktaraðila SOS.

Kvöldstundin með Samburu verður í Gallerí fundarsalnum á Grand Hótel mánudagskvöldið 13. maí kl.20.00. Kaffiveitingar verða í boði. Gert er ráð fyrir að viðburðurinn verði í eina klukkustund.

Allir eru velkomnir á viðburðinn. Ekkert kostar inn en við biðjum ykkur vinsamlegast um að skrá mætingu ykkar á Facebook síðunni fyrir viðburðinn. Einnig er hægt að tilkynna mætingu með símtali á skrifstofu okkar 564 2910 eða í tölvupósti á sos@sos.is.

Við viljum líka benda ykkur á að Samburu var í áhugaverðu viðtali við sjónvarpsstöðina Africa 24 sem óhætt er að mæla með.

Bestu kveðjur og hlökkum til að sjá ykkur
starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...