Fréttayfirlit 8. júní 2023

Héldum að við yrðum drepin

Héldum að við yrðum drepin

Í apríl sögðum við frá rýmingu barnaþorps í höfuðborg Súdan vegna blóðugra átaka í nágrenni þess. Í kjölfarið var þorpið svo hertekið af vopnuðum sveitum og haldar þær enn til í barnaþorpinu.

Börnin voru öll flutt við illan leik í öruggt skjól utan höfuðborgarinnar. Þar reyna þau að ná áttum og jafna sig eftir að hafa séð og upplifað hræðilega hluti sem ekkert barn ætti að þurfa að sjá og upplifa. Raunar glíma þau mörg við alvarlegar sálarlegar afleðingar þessa áfalls og þurfa aðstoð sérfræðinga.

"Þetta var hræðileg reynsla", segir forstöðumaður SOS Barnaþorpsins í Karthoum. Þar vísar hann til þess þegar skotbardagar áttu sér stað rétt utan við barnaþorpið. "Satt best að segja héldum við að við yrðum drepin í þessum átökum. Þetta var algjör martröð."

"Sem betur fer áttum við nægar birgðir þegar átökin brutust út. Börnin höfðu alltaf nóg að borða. Það var samt erfiðara með vatnið. Pípulagnir og vatnstankur skemmdust í átökunum og við þurftum að sækja vatn út fyrir barnaþorpið, sem var bæði erfitt og hættulegt."

Sem fyrr segir eru börnin nú örugg og bíður starfsfólk SOS í Súdan þess að barnaþorpinu verði skilað í hendur SOS og þá má búast við að ráðast þurfi í endurbætur og þrif áður en börnin geta snúið aftur heim.

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...