Fréttayfirlit 15. maí 2024

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Vel sóttur aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ársins 2027 og úr henni gengu María F. Rúriksdóttir og Hildur Hörn Daðadóttir.

Varamaður var kjörin Svala Ísfeld Ólafsdóttir til ársins 2025 í stað Valdísar Þóru Gunnarsdóttur sem hafði gegnt stöðunni tímabundið. SOS Barnaþorpin á Íslandi vilja þakka Maríu, Hildi og Valdísi fyrir óeigingjörn og vel unnin störf fyrir samtökin.

Á aðalfundinum var ársreikningi og ársskýrslu deilt meðal félagsfólks.

Sjá einnig: Tekjur SOS Barnaþorpanna á Íslandi aldrei verið hærri

Nýlegar fréttir

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
5. sep. 2024 Almennar fréttir

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla

Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...

Viltu hitta SOS „barn“ frá Tíbet og Indlandi?
16. ágú. 2024 Almennar fréttir

Viltu hitta SOS „barn“ frá Tíbet og Indlandi?

Fimmtudaginn 29. ágúst n.k. klukkan 17 gefst styrktaraðilum SOS á Íslandi og öðrum áhugasömum einstakt tækifæri á að hitta konu sem ólst upp í SOS barnaþorpi. SOS efnir til viðburðar þar sem Sonam Gan...