Frétta­yf­ir­lit 15. maí 2024

Ingi­björg og Anna Bjarney kjörn­ar í stjórn SOS

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Vel sótt­ur að­al­fund­ur SOS Barna­þorp­anna á Ís­landi var hald­inn mánu­dag­inn 13. maí og urðu þá breyt­ing­ar á stjórn sam­tak­anna. Ingi­björg E. Garð­ars­dótt­ir og Anna Bjarney Sig­urð­ar­dótt­ir voru kjörn­ar í stjórn­ina til árs­ins 2027 og úr henni gengu María F. Rúriks­dótt­ir og Hild­ur Hörn Daða­dótt­ir.

Vara­mað­ur var kjör­in Svala Ís­feld Ólafs­dótt­ir til árs­ins 2025 í stað Val­dís­ar Þóru Gunn­ars­dótt­ur sem hafði gegnt stöð­unni tíma­bund­ið. SOS Barna­þorp­in á Ís­landi vilja þakka Maríu, Hildi og Val­dísi fyr­ir óeig­in­gjörn og vel unn­in störf fyr­ir sam­tök­in.

Á að­al­fund­in­um var árs­reikn­ingi og árs­skýrslu deilt með­al fé­lags­fólks.

Sjá einnig: Tekj­ur SOS Barna­þorp­anna á Ís­landi aldrei ver­ið hærri

Ný­leg­ar frétt­ir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
20. des. 2024 Al­menn­ar frétt­ir

Skrif­stofa SOS lok­uð milli jóla og ný­árs

Skrif­stofa SOS Barna­þorp­anna verð­ur lok­uð milli jóla og ný­árs og við opn­um aft­ur 2. janú­ar. Þurf­irðu að koma á fram­færi er­indi til okk­ar bend­um við á net­fang­ið sos@sos.is og við svör­um þér strax og sk...

Börn og starfsfólk SOS á Gaza sluppu naumlega í árás
9. des. 2024 Al­menn­ar frétt­ir

Börn og starfs­fólk SOS á Gaza sluppu naum­lega í árás

46 börn og ung­menni í um­sjón SOS Barna­þorp­anna á Gaza í Palestínu ásamt starfs­fólki SOS sluppu naum­lega þeg­ar mann­skæð árás var gerð 4. des­em­ber í ná­grenni tjald­búða þar sem þau dvelja. Yfir 20 manns ...