Fréttayfirlit 10. september 2024

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi

SOS Barnaþorpin sjá foreldralausum börnum víða um heim fyrir fjölskyldu og góðri æsku. Fjöldi Íslendinga styrkir starf samtakanna og viljum við þjónusta þá vel. Leitum við nú eftir drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtur sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur. Um er að ræða 100% starf á skrifstofu samtakanna að Hamraborg 1 í Kópavogi.

Starfssvið

  • Símsvörun og móttaka
  • Samskipti við styrktaraðila (sími, tölvupóstur og bréf)
  • Skráning á styrkjum í CRM styrktaraðilakerfi
  • Samskipti við alþjóðlegar höfuðstöðvar samtakanna
  • Afstemmingar á bankareikningum
  • Kröfu- og boðgreiðslustofnanir
  • Almenn skrifstofustörf og ýmis tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

  • Rík þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð almenn tölvuþekking, einkum á Excel
  • Gott vald á íslensku og ensku
  • Nákvæmni og tölugleggni
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Reynsla af afstemmingum er kostur
  • Þekking á CRM kerfum er kostur

Um SOS Barnaþorpin

SOS Barna­þorp­in eru al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök sem hafa séð mun­að­ar­laus­um og yf­ir­gefn­um börn­um um all­an heim fyr­ir fjöl­skyldu og heim­ili síð­an 1949. SOS Barna­þorp­in hafa beina um­sjá með um 70.000 börn­um og ung­menn­um í barna­þorp­um og ann­arri umönn­un all­an sól­ar­hring­inn. Auk þess sinna sam­tök­in for­varn­ar­starfi sem geng­ur út á að að­stoða barna­fjöl­skyld­ur í sára­fá­tækt til að standa á eig­in fót­um og nær það starf til hundruð þúsunda barna, ung­menna og for­eldra þeirra í yfir 100 lönd­um. Þá eru óupp­tal­in önnur þró­un­ar­verk­efni og mann­úð­ar­að­stoð, allt í þágu barna.

Hlut­verk sam­tak­anna á Ís­landi er fyrst og fremst að sinna fjár­öfl­un fyr­ir verk­efni syst­ur­sam­taka sinna í yfir 100 lönd­um, sinna upp­lýs­inga­gjöf til styrktarað­ila hér á landi og þjónusta þá. SOS Barna­þorp­in á Ís­landi eru vinnu­stað­ur þar sem rík­ir heil­brigð menn­ing, gagn­kvæm virð­ing og góð­ur andi. Boð­ið er upp á góða vinnu­að­stöðu. Um 37 stunda vinnu­viku er að ræða og býðst starfsfólki að sækja sér þjálfun og endurmenntun.

Umsóknarfrestur

Um­sókn­ar­frest­ur er til og með 25. september. Um­sókn sendist á umsokn@sos.is og þarf henni að fylgja starfs­fer­il­skrá og ít­ar­legt kynn­ing­ar­bréf þar sem gerð er grein fyr­ir þeirri hæfni við­kom­andi sem nýt­ist í starfi. Áhuga­sam­ir ein­stak­ling­ar, óháð kyni, eru hvatt­ir til að sækja um starf­ið. Far­ið er með all­ar um­sókn­ir sem trún­að­ar­mál og þeim svar­að að ráðn­ingu lok­inni.

Nánari upplýsingar veitir Ragnar Schram framkvæmdastjóri í síma 564 2910.

Nýlegar fréttir

Stuðningur SOS-foreldra við börn í stríðshrjáðum löndum skilar sér
17. sep. 2024 Almennar fréttir

Stuðningur SOS-foreldra við börn í stríðshrjáðum löndum skilar sér

Í ljósi þess mikla ófriðar sem ríkir í heiminum í dag vilja SOS Barnaþorpin skýrt fram að þrátt fyrir mikla óvissu um búsetu barna í umsjá samtakanna á stríðshrjáðum svæðum eru börnin áfram á framfæri...

SOS samfélagið á Gaza stanslaust í viðbragðsstöðu
13. sep. 2024 Almennar fréttir

SOS samfélagið á Gaza stanslaust í viðbragðsstöðu

Allt SOS samfélagið á Gaza er stanslaust í viðbragðsstöðu komi til rýmingar á tjaldbúðum SOS þar sem á annað hundrað manns halda til.