Fréttayfirlit 4. ágúst 2020

Maraþoninu aflýst en söfnun heldur áfram

Eins og fram kom í fréttum hefur Reykjavíkurmaraþoninu 2020 verið aflýst. SOS Barnaþorpin eru meðal góðgerðarfélaga sem njóta góðs af áheitum á hlaupara í maraþoninu. Við viljum því koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum sem okkur bárust í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur:

„Góðgerðarfélögin munu halda sínum áheitum þó svo að hlaupið fari ekki fram. Þó að ekki sé hægt að halda maraþonið er samt hægt að láta gott af sér leiða. Sett hefur verið af stað átakið „Hlauptu þína leið" þar sem við hvetjum hlaupara til að hlaupa sjálfir og styrkja í leiðinni góðgerðarfélag að eigin vali. Átakið verður dagana 15.-25. ágúst og verður góðgerðasöfnunin opin til 26. ágúst. Á heimasíðu Reykjavíkurmaraþonsins er hægt að finna tillögur að hlaupaleiðum fyrir Hetjuhlaupið, 3 km skemmtiskokk, 10 km hlaup, hálfmaraþon og maraþon. “

Kærar þakkir fyrir stuðninginn!

Áheit eru gerð á hlaupastyrkur.is

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...