Fréttayfirlit 9. mars 2022

Nær öll börn á vegum SOS í Úkraínu komin í öruggt skjól

Nær öll börn á vegum SOS í Úkraínu komin í öruggt skjól

Nær öll börn, ungmenni og fósturfjölskyldur þeirra á vegum SOS Barnaþorpanna í Úkraínu hafa nú verið flutt til Póllands en önnur til Rúmeníu og annarra nágrannalanda. Fimm fósturfjölskyldur á vegum SOS kusu að vera áfram á heimilum sínum í Úkraínu og eru allir í þeim heilir á húfi. Í þessum fjölskyldum eru sjö börn sem eiga SOS-foreldra á Íslandi og hefur þeim verið tilkynnt um það í tölvupósti.

Öllum fósturfjölskyldum barna og ungmenna á vegum SOS í Úkraínu var boðnn flutningur til nágrannalanda vegna stríðsátakanna en nokkrar þeirra ákváðu að halda kyrru fyrir í Úkraínu, á heimilum sínum eða hjá ættingjum.

53 Íslendingar styrkja börn í Úkraínu

53 Íslendingar eru SOS-foreldrar barna í Úkraínu en þar eru um 150 börn og ungmenni í umsjá SOS. Þau búa ýmist með fósturfjölskyldum sínum í barnaþorpinu í Brovary eða hjá fósturfjölskyldum sem studdar eru af SOS Barnaþorpunum og eru undir eftirliti samtakanna og á ábyrgð þeirra.

Starfsemi SOS í Úkraínu

Starfsemi SOS Barnaþorpanna í Úkraínu hófst árið 2003 með fjölskyldueflingu og árið 2010 var barnaþorp sett á laggirnar í Brovary sem er í útjaðri höfuðborgarinnar Kænugarðs. Árið 2012 hófst svo starfsemi SOS í Lugansk í austurhluta Úkraínu. Starfsemin er mjög víðtæk og nær til um um 2.300 einstaklinga, allt í þágu barna.

Yfirgefin börn á opinberum stofnunum

Yfir 160 þúsund foreldralaus börn búa á ríkisreknum munaðarleysingjaheimilum í Úkraínu og beinast nú aðgerðir SOS Barnaþorpanna að þeim. Barnaverndarkerfið í Úkraínu hefur lamast í stríðinu. Opinberar stofnanir og heimili fyrir börn eru undirmönnuð og margir starfsmenn hafa látið sig hverfa til að bjarga sjálfum sér og sínum nánustu. Þetta eru t.d. börn á munaðarleysingjaheimilum og hjá fósturfjölskyldum. Mörg þeirra eru á leikskólaaldri og/eða fötluð.

Sjá einnig: Afleiðingar stríðs á foreldralaus börn

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...