Fréttayfirlit 15. ágúst 2024

Neyðarsöfnun vegna hungursneyðar í Súdan

Neyðarsöfnun vegna hungursneyðar í Súdan

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda 15 milljónir króna til neyðaraðgerða vegna hungursneyðar í Súdan. Af þessu tilefni höfum við efnt til neyðarsöfnunar og gefið Íslendingum kost á taka þátt í henni.

Ástandið í Súdan er orðið að stærstu mannúðarkrísu í heiminum í dag. Yfir 100 manns deyja dag­lega úr hungri og millj­ón­ir líða nær­ing­ar­skort. Yfir 25 milljónir manna, helmingur íbúa Súdan, eru hjálparþurfi vegna stríðsátaka sem brutust út í apríl 2023. Skólahald liggur niðri með þeim afleiðingum að yfir 19 milljónir barna og ungmenna hafa ekki geta sótt skóla eftir að átökin brutust út.

10.7 milljónir íbúa Súdan eru á vergangi í eigin landi. Helmingur þeirra eru börn undir 18 ára aldri sem hafa upplifað meira en ár af aðskilnaði, brot á mannréttindum, áföll, ofbeldi og skort á aðgengi til að sinna grunnþörfum sínum.

Umfjöllun RÚV um Súdan

Alls eru 88 börn og ungmenni á framfæri barnaþorpsins í höf­uð­borg­inni Khartoum og eiga 83 þeirra SOS-foreldra á Íslandi. Alls eru 88 börn og ungmenni á framfæri barnaþorpsins í höf­uð­borg­inni Khartoum og eiga 83 þeirra SOS-foreldra á Íslandi.

Neyðaraðgerðir SOS fyrir Súdan

SOS Barnaþorpin hafa starfað í Súdan síðan 1978 og verið til staðar fyrir umkomu- og fylgdarlaus börn og ungmenni og barnafjölskyldur í sárafáækt. Þrjár neyðaraðgerðastöðvar hafa verið settar upp, ein í Súdan og tvær í nágrannaríkinu Chad. Aðgerðir okkar fela m.a. í sér:

  • Fjölskylduumönnun fylgdarlausra barna
  • Vernd og fræðslu
  • Aðgerðir til að tryggja lífsviðurværi
  • Að tryggja fæðuöryggi
  • Fjárstyrki og almenna neyðaraðstoð
  • Fjölskyldueflingu

Alls eru 145 börn og ungmenni á framfæri barnaþorpsins í höf­uð­borg­inni Khartoum og eiga 83 þeirra SOS-foreldra á Íslandi. 68 þeirra voru búsett í barnaþorpinu þegar átökin brutust út og var þeim öllum komið í öruggt skjól ásamt starfsfólki og fjölskyldum þess. Síðan þá hafa þau verið flutt milli staða eftir aðstæðum til að tryggja öryggi þeirra.

Sjá einnig:

SOS barna­þorp í Súd­an rýmt og her­tek­ið
„Héld­um að við yrð­um drep­in“

Nýlegar fréttir

SOS neyðarvinur - ein styrktarleið fyrir alla neyðaraðstoð SOS
13. jan. 2025 Almennar fréttir

SOS neyðarvinur - ein styrktarleið fyrir alla neyðaraðstoð SOS

Neyðin í heiminum hefur sjaldan verið meiri og útbreiddari og neyðaraðgerðum SOS Barnaþorpanna fer fjölgandi. SOS á Íslandi hefur því ákveðið að sameina framlög til neyðaraðgerða samtakanna undir eina...

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
20. des. 2024 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...