Fréttayfirlit 15. ágúst 2024

Neyðarsöfnun vegna hungursneyðar í Súdan

Neyðarsöfnun vegna hungursneyðar í Súdan

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda 15 milljónir króna til neyðaraðgerða vegna hungursneyðar í Súdan. Af þessu tilefni höfum við efnt til neyðarsöfnunar og gefið Íslendingum kost á taka þátt í henni.

Ástandið í Súdan er orðið að stærstu mannúðarkrísu í heiminum í dag. Yfir 100 manns deyja dag­lega úr hungri og millj­ón­ir líða nær­ing­ar­skort. Yfir 25 milljónir manna, helmingur íbúa Súdan, eru hjálparþurfi vegna stríðsátaka sem brutust út í apríl 2023. Skólahald liggur niðri með þeim afleiðingum að yfir 19 milljónir barna og ungmenna hafa ekki geta sótt skóla eftir að átökin brutust út.

10.7 milljónir íbúa Súdan eru á vergangi í eigin landi. Helmingur þeirra eru börn undir 18 ára aldri sem hafa upplifað meira en ár af aðskilnaði, brot á mannréttindum, áföll, ofbeldi og skort á aðgengi til að sinna grunnþörfum sínum.

Umfjöllun RÚV um Súdan

Alls eru 88 börn og ungmenni á framfæri barnaþorpsins í höf­uð­borg­inni Khartoum og eiga 83 þeirra SOS-foreldra á Íslandi. Alls eru 88 börn og ungmenni á framfæri barnaþorpsins í höf­uð­borg­inni Khartoum og eiga 83 þeirra SOS-foreldra á Íslandi.

Neyðaraðgerðir SOS fyrir Súdan

SOS Barnaþorpin hafa starfað í Súdan síðan 1978 og verið til staðar fyrir umkomu- og fylgdarlaus börn og ungmenni og barnafjölskyldur í sárafáækt. Þrjár neyðaraðgerðastöðvar hafa verið settar upp, ein í Súdan og tvær í nágrannaríkinu Chad. Aðgerðir okkar fela m.a. í sér:

  • Fjölskylduumönnun fylgdarlausra barna
  • Vernd og fræðslu
  • Aðgerðir til að tryggja lífsviðurværi
  • Að tryggja fæðuöryggi
  • Fjárstyrki og almenna neyðaraðstoð
  • Fjölskyldueflingu

Alls eru 145 börn og ungmenni á framfæri barnaþorpsins í höf­uð­borg­inni Khartoum og eiga 83 þeirra SOS-foreldra á Íslandi. 68 þeirra voru búsett í barnaþorpinu þegar átökin brutust út og var þeim öllum komið í öruggt skjól ásamt starfsfólki og fjölskyldum þess. Síðan þá hafa þau verið flutt milli staða eftir aðstæðum til að tryggja öryggi þeirra.

Sjá einnig:

SOS barna­þorp í Súd­an rýmt og her­tek­ið
„Héld­um að við yrð­um drep­in“

Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...