Fréttayfirlit 15. júní 2023

Nýtt SOS-blað komið út

Nýtt SOS-blað komið út

Nýtt SOS-blað er komið út og er það að venju aðgengilegt hér á heimasíðunni. Breytt fyrirkomulag er nú á dreifingu blaðsins sem hingað til hefur verið sent í pósti til styrktaraðila. Blaðinu er að þessu sinni dreift með aldreifingu Morgunblaðsins á höfuðborgarsvæðinu en mánaðarlegir styrktaraðilar á landsbyggðinni fá blaðið í pósti.

Þetta gerum við til að bregðast við hækkandi útburðarkostnaði enda leitum við alltaf leiða til að hafa kynningarkostnað sem lægstan svo sem mesta fjármagnið fari í að hjálpa börnum.  Fari svo að blaðið berist ekki til þín þá geturðu lesið það rafrænt hér. Ef þú fékkst ekki blaðið en vilt fá það sent í pósti er þér velkomið að senda okkur póst á sos@sos.is og óska eftir því.

Hafa styrkt börn hjá SOS frá aldamótum

Forsíðuviðtalið að þessu sinni er við hjónin Vöndu Sigurgeirsdóttur og Jakob Frímann Þorsteinsson sem hafa styrkt börn í SOS barnaþorpum samfleytt frá aldamótum. Hjónin Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir og Halldór Eyjólfsson létu þann draum sinn rætast í nóvember sl. þegar þau heimsóttu styrktarbarn sitt til 19 ára í Perú. Þau segja frá heimsókninni í SOS-blaðinu þar sem einnig eru frásagnir af börnum og ungmennum í verkefnum okkar erlendis, verkefnum sem fjármögnuð eru af styrktaraðilum SOS á Íslandi.

Sjá líka öll SOS-blöðin hér

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
20. des. 2024 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Börn og starfsfólk SOS á Gaza sluppu naumlega í árás
9. des. 2024 Almennar fréttir

Börn og starfsfólk SOS á Gaza sluppu naumlega í árás

46 börn og ungmenni í umsjón SOS Barnaþorpanna á Gaza í Palestínu ásamt starfsfólki SOS sluppu naumlega þegar mannskæð árás var gerð 4. desember í nágrenni tjaldbúða þar sem þau dvelja. Yfir 20 manns ...