Fréttayfirlit 28. september 2020

Söfnunarfé sent til Beirút

Eftir sprenginguna í Beirút, höfuðborg Líbanons, 4. ágúst sl. efndu SOS Barnaþorpin til neyðarsöfnunar í níu löndum, meðal annars hér á Íslandi þar sem um ein og hálf milljón króna safnaðist. Upphæðin er send til Beirút vegna neyðaraðgerða eftir sprenginguna.

Um leið og við þökkum Íslendingum fyrir stuðninginn viljum við upplýsa um hvernig söfnunarfénu er ráðstafað.

Hamfarirnar kostuðu minnst 135 mannslíf, yfir fjögur þúsund manns særðust og um 300 þúsund manns misstu heimili sín.

Auk SOS á Íslandi tóku þátt í söfnuninni SOS Barnaþorpin í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Bretlandi, Ítalíu, Austurríki, Þýskalandi, og Belgíu. Alls söfnuðust um 520 þúsund evrur, yfir 84 milljónir króna, sem nýttar eru í eftirfarandi mannúðarverkefni í Beirút.

Teikning barns í Beirút

Hverjum hjálpum við?

Höfuðárherslan er á aðstoð við börn sem hlutu andlegan, líkamlegan og félagslegan skaða.

Börn sem:

  • misstu foreldra eða forráðafólk og þurfa á umönnun að halda.
  • eiga á hættu að missa foreldraumsjá eða búa á heimilum einstæðra mæðra sem líða fyrir hamfarirnar.
  • búa hjá tekjulitlum fjölskyldum sem líða fyrir hamfarirnar.

Hvernig hjálpum við?

  1. 130 fjölskyldur fá fjárhagslegan stuðning, m.a. í formi peningagreiðslna, matarmiða og öðrum nauðsynjum og húsnæðis í 3-8 mánuði.
  2. 120 börnum er tryggð menntun og spjaldtölvur því tengt.
  3. 50 börn fá nauðsynlega lyfjameðferð.
  4. 75-100 börn fá stuðning á svokölluðum barnvænum svæðum þar sem þau þurfa ekki að finna fyrir neyðinni.
  5. Sálfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk á vegum SOS Barnaþorpanna eru til staðar í Beirút.
  6. Á bilinu 5-10 börn sem misstu foreldra sína hafa fengið tímabundna umönnun eða til lengri tíma í fjölskylduumhverfi hjá SOS.
  7. Áfram er fylgst með berskjölduðum börnum og fjölskyldum sem gætu þurft á aðstoð okkar að halda.

SOS Barnaþorpin á Íslandi þakka enn og aftur kærlega fyrir stuðninginn. Svona gerir hann okkur kleift að hjálpa fólkinu í Beirút.

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...