SOS neyðarvinur - ein styrktarleið fyrir alla neyðaraðstoð SOS
SOS Barnaþorpin starfa á vettvangi hamfara- og átakasvæða víðsvegar um heiminn þar sem börn eiga um sárt að binda. Þau hafa þurft að flýja heimili sín og eða orðið viðskila við foreldra sína. SOS Barnaþorpin á Íslandi leggja til fjármagn í neyðaraðgerðir samtakanna í Palestínu, Súdan, Úkraínu og Líbanon með stuðningi almennings, SOS neyðarvina.
Við hjá SOS Barnaþorpunum á Íslandi höfum undandarin ár gefið almenningi kost á að styrkja afmarkaðar neyðaraðgerðir í ákveðnum löndum þegar upp kemur neyð á starfssvæði samtakanna. Nú er svo komið að neyðin í heiminum hefur sjaldan verið meiri og útbreiddari og neyðaraðgerðum SOS Barnaþorpanna fer fjölgandi. Útbreiðsla samtakanna er mikil og áunnist hefur áratugalöng reynsla af mannúðaraðstoð innan SOS Barnaþorpanna.
Í ljósi þess bjóðum við nú upp á eina sameiginlega styrktarleið fyrir þær neyðaraðgerðir SOS sem við Íslendingar tökum þátt í að fjármagna. Til þess að leggja þessum aðgerðum samtakanna lið bendum við fólki á að gerast SOS neyðarvinur. Í boði er að gefa stakt framlag eða að gerast mánaðarlegur SOS neyðarvinur.
Svona hjálpum við
Í neyðaraðgerðum SOS hjálpum við fjölskyldum sem orðið hafa viðskila að sameinast á ný og tökum að okkur börn sem misst hafa foreldra sína. Við veitum börnum áfallahjálp og hlúum að geðheilsu þeirra eftir þær miklu hörmungar sem þau hafa upplifað.
Þessi þáttur er ekki alltaf í forgangi á neyðar- og hamfarasvæðum en við leggjum mikla árherslu á andlega heilsu barna, því við vitum hve miklu máli hún skiptir fyrir framtíð þeirra. Við dreifum einnig matvælum, vatni og öðrum nauðsynjum til fólks á svæðinu í samstarfi við önnur virt, sjálfstæð og vottuð hjálparsamtök.
Neyðarðgerðir SOS fela m.a. í sér:
- Sálfræðiaðstoð
- Fjölskylduumönnun fylgdarlausra barna
- Vernd og fræðsla
- Barnvæn svæði
- Aðgerðir til að tryggja lífsviðurværi
- Tryggja fæðuöryggi
- Fjárstyrkir og almenn neyðaraðstoð
- Fjölskylduefling
Sjá einnig:
SOS neyðarvinur
SOS neyðarvinur
SOS Neyðarvinir styrkja neyðaraðgerðir SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra í stríði og á öðrum hamfarasvæðum. Neyðaraðgerðir sem SOS á Íslandi tekur nú þátt í að fjármagna eru í Palestínu, Líbanon Úkraínu og Súdan. Ef þú vilt velja eitt þeirra landa til að styrkja skrifar þú nafn landsins í athugasemdadálkinn hér neðar. Þú getur annað hvort gefið stakt framlag eða gerst mánaðarlegur neyðarvinur.