Fréttayfirlit 5. september 2024

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla

Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna, sérstaklega barnanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns hungurmorða. 

Átök hafa geisað síðan í apríl í fyrra milli stjórnarhers Súdans og RSF-uppreisnarhersins. Blóðugir bardagar brutust út við SOS barnaþorpið í höfuðborginni Khartoum í fyrravor. Þar voru 146 börn og ungmenni. Daginn eftir að þeim, ásamt starfsfólki, var forðað, tóku hersveitir yfir þorpið.

Brottflutningurinn reyndi mjög á börnin því þau voru neydd til að yfirgefa eina heimilið sem þau þekktu og halda út í óvissu og viðvarandi ótta sem fylgir slíkum hrakningi,“ sagði Limia Ahmed, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan í viðtali við sjónvarpsfréttir á RÚV. Börnin hafa síðan verið flutt á öruggari staði.

Sjá einnig:

SOS barna­þorp í Súd­an rýmt og her­tek­ið
„Héld­um að við yrð­um drep­in“

Brottflutningurinn reyndi mjög á börnin því þau voru neydd til að yfirgefa eina heimilið sem þau þekktu og halda út í óvissu og viðvarandi ótta sem fylgir slíkum hrakningi. Limia Ahmed, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan

Mesta mannúðarkrísa í heimi

Stríðið hefur varað í sautján mánuði. Alþjóðastofnanir og hjálparsamtök meta stöðuna í landinu sem mestu mannúðarkrísu í heimi. Áður bjuggu um 47 milljónir í landinu. Núna þurfa 25 milljónir á mannúðaraðstoð að halda. 10,7 milljónir hafa neyðst til að flýja heimili sín, helmingur þeirra börn. Daglega verða yfir hundrað manns hungurmorða og milljónir þjást af næringarskorti. Yfir 19 milljónir barna hafa þurft að hætta skólagöngu sinni vegna stríðsins.

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa hrundið af stað fjársöfnun fyrir mannúðaraðstoð í Súdan.

Sjá einnig: Neyðaraðstoð vegna hungursneyðar í Súdan

Limia Ahmed, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan, var í viðtali við RÚV í tíu-fréttum sjónvarps á miðvikudagskvöld. Limia Ahmed, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan, var í viðtali við RÚV í tíu-fréttum sjónvarps á miðvikudagskvöld.

Neyðin í Súdan mun skilja eftir ör á sál landsmanna

Ahmed segir flesta skóla, sem ekki séu skemmdir eftir átök, nýtta fyrir fólk á flótta. Þá liggur starfsemi heilbrigðisstofnana að miklu leyti niðri.

„Ástandið í Súdan er nú hörmulegt. Ég tel að það sé rétta orðið til að lýsa ástandi lands og þjóðar.“ Vopnahlé er ekki í sjónmáli og framkvæmdastjórinn segir neyðina aukist með degi hverjum. 

Og afleiðingarnar af átökum sem þessum skilja eftir ör á sálinni hjá allri þjóðinni og þá sérstaklega hjá börnunum. Limia Ahmed
Neyð í Súdan

Neyð í Súdan

Neyð í Súdan

Hungursneyð ríkir í Súdan! Taktu þátt í neyðarsöfnun SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem eiga um sárt að binda vegna stríðsátakanna og hungursneyðar í Súdan.

Yfir 100 manns deyja daglega úr hungri. Milljónir líða næringarskort. Þú getur annað hvort gefið stakt framlag eða gerst mánaðarlegur neyðarvinur. Veldu þá styrktarleið sem hentar þér. Athugaðu að þú getur breytt fjárhæðinni (lágmarksupphæð er 1.000 krónur.)

Stakt framlag Styrkja 2.500 kr á mánuði Styrkja 5.000 kr á mánuði