Fréttayfirlit 20. janúar 2021

Ákváðu að erfa SOS eftir heimsókn í barnaþorp

Ákváðu að erfa SOS eftir heimsókn í barnaþorp

Dönsku hjónin Irene og Hans Jørgen Jørgensen hafa ákveðið að ánafna SOS Barnaþorpunum hluta af arfi sínum eftir sinn dag. Þau tóku þessa ákvörðun eftir að hafa heimsótt styrktarbarn sitt í barnaþorp og séð með eigin augum hvernig stuðningur þeirra skiptir máli. Nú hafa þau tryggt að stuðningur þeirra mun gagnast fleiri börnum í framtíðinni.

Erfðagjöf sem breytir framtíð barna

Þó nokkrir Íslendingar hafa ánafnað SOS Barnaþorpunum hluta eigna sinna eftir sinn dag og gert samtökunum þannig kleift að hjálpa enn fleiri munaðarlausum og yfirgefnum börnum. Undir lok árs 2020 barst okkur til að mynda tilkynning um væntanlega erfðagjöf upp á tæpar fjórar milljónir frá Svanhildi Jónsdóttur sem lést fyrr á árinu. Frásagnir af fleiri erfðagjöfum eru hér á heimasíðum okkar sos.is og erfdagjof.is þar sem nánar er greint frá því hvernig þessum gjöfum er ráðstafað.

Við sáum með okkar eigin augum hvernig börnunum er hjálpað Hans Jørgen

Jørgensen hjónin hafa í áratugi styrkt börn sem áður voru umkomulaus en búa nú í SOS barnaþorpum. Þau styrktu í áraraðir tvö börn í Gambíu sem eru nú fullorðin og hafa stofnað eigin fjölskyldu sem þau sjá fyrir. Irene og Hans Jørgen fóru nokkrum sinnum til Gambíu þar sem þeim gafst tækifæri til að heimsækja barnaþorpið í Bakoteh. Sú heimsókn hafði mikil áhrif á hjónin.

„Við sáum um leið hversu vel barnaþorpið var rekið. Viðmót starfsfólksins og SOS mæðranna var mjög vingjarnlegt og við sáum með okkar eigin augum hvernig börnunum er hjálpað,” segir Hans Jørgen og þessi lífsreynsla varð til þess að hjónin ákváðu að gerast styrktarforeldrar tveggja barna í Gambíu.

Eftir að þau urðu fullorðin og fluttu úr barnaþorpinu tóku Irene og Hans Jørgen að sér að styrkja stúlku að nafni Grace í barnaþorpi í Malaví. Þau völdu að styrkja börn í Afríku því þangað áttu þau reglulega leið og gátu því heimsótt barnaþorpið í leiðinni. Þau völdu að styrkja stúlku því stúlkur í Afríku eru berskjaldaðri fyrir misnotkun, þvinguðum giftingum og tækifæri þeirra til menntunar eru síðri.

Stundum gefur maður framlög til góðgerðarmála án þess að vita í raun hversu stór hluti framlagsins rennur í rekstrarkostnað - en hjá SOS Barnaþorpunum er ekki sú óvissa. Hans Jørgen

Eiga engin börn sjálf

Heimsóknin í barnaþorpið var ákveðinn vendipunktur fyrir Irene og Hans Jørgen sem hafa nú ákveðið að láta hlut af arfi sínum renna til SOS Barnaþorpanna. „Við tókum þessa ákvörðun vegna þess að við heimsóttum barnaþorpið í Bakoteh. Það hafði áhrif á okkur að sjá hvað fullorðna fólkið var gott við börnin og SOS mömmurnar voru kærleiksríkar - og börnin elska þær,” segir Irene.

Jørgensen hjónin eru búsett í Herning í Danmörku þar sem þau hafa búið lengst af hjónabandi sínu en þau eiga 60 ára brúðkaupsafmæli árið 2021. Þau eiga engin börn sjálf og það er þeim mikils virði að erfðagjöf þeirra muni hjálpa börnum sem raunverulega þurfa á hjálp að halda.

Treysta SOS fullkomlega

„Við höfum núna séð það hvernig stuðningur okkar hjálpar börnunum. Stundum gefur maður framlög til góðgerðarmála án þess að vita í raun hversu stór hluti framlagsins rennur í rekstrarkostnað - en hjá SOS Barnaþorpunum er ekki sú óvissa. Og þegar við lesum sögur af börnum í barnaþorpunum snertir það hjartaræturnar,” segir Hans Jørgen og leggur hönd sína yfir hjartað.

Menntun er mikilvæg

Irene og Hans Jørgen upplifa vellíðan og öryggistilfinningu yfir þeirri staðreynd að stuðningur þeirra er að hjálpa. Arfur þeirra mun verða mörgum kynslóðum til góða því langtímaáhrifin af styrknum eru hjónunum mikið hjartans mál. Þau eru m.a. að tryggja börnum framtíðarinnar heilbrigðisþjónustu og menntun og það er þeim mikils virði.

„Okkur finnst mikilvægt að peningnum verði varið í heilbrigði og menntun barna. Menntun er sérstaklega mikilvæg. Við höfum séð það á ferðum okkar til Afríku að of mörg börn hafa ekki aðgengi að menntun,” segir Hans Jørgen. „Mér finnst líka mikilvægt að börn sem eru á götunni komist í öruggt umhverfi og fái heimili í SOS barnaþorpi. Börn eru berskjölduð fyrir svo mörgum hættum þarna,” segir Irene.

Hans Jørgen og Irene vilja að styrktarbörn þeirra eigi góða framtíð, líka eftir dag þeirra hjóna. Þess vegna geta þau SOS Barnaþorpanna í erfðaskrá sinni. Jørgensen hjónin

Arfleifð sem skilur eftir spor til framtíðar

Að skilja arfleifð sína eftir í gegnum SOS Barnaþorpin er leið þeirra hjóna til að hafa áhrif á framtíðina. „Það er okkur mikilvægt að styrktarbörnunum okkar gangi vel þegar þau fullorðnast eftir að við erum farin. Við höldum sambandi við öll þrjú þeirra og sendum þeim jóla- og afmælisgjafir,” segir Irene. 

Stór ákvörðun sem þarf að íhuga

Það er stór ákvörðun að erfa góðgerðarsamtök að eigum sínum. Eins og á við um flesta sem hafa gefið SOS Barnaþorpunum erfðagjöf telja Irene og Hans að ættingjar þeirri eigi allt sem þeir þurfa. Þá skortir ekki mat, heimili eða veraldlega hluti. Ekkert er hjónunum mikilvægara en að geta hjálpað börnum sem þurfa á því að halda.

„Við höfum hugsað þetta lengi og okkur líður vel með þessa ákvörðun. Það var auðvelt að gera erfðaskrána því við fengum aðstoð lögfræðings í gegnum SOS Barnaþorpin. Við viljum hvetja aðra til að gera slíkt hið sama því við höfum séð það með eigin augum að fjárframlög okkar eru nýtt skynsamlega. Við sáum börnin fá föt, mat, kærleik og menntun. Þau eiga heimili þangað til þau vaxa úr grasi,” segir Irene að lokum.

Viðtal: SOS Barnaþorpin í Danmörku.
Pernille Yde Honoré
Myndir: Lars Just

Ert þú að íhuga erfðagjöf til SOS Barnaþorpanna?

Sá sem gefur erfðagjöfina tekur sjálfur ákvörðun um ráðstöfun eigna sinna í stað þess að eftirláta öðrum þá ákvörðun. Við förum í einu og öllu eftir óskum viðkomandi um ráðstöfum arfs. Þú færð allar upplýsingar hjá okkur í síma 564 2910 eða hér á heimasíðu SOS. Hafðu samband viljir þú fá sendan bæklinginn „Eftir þinn dag.”

Allt um erfðagjafir

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...