Fréttayfirlit 25. september 2019

Skólinn er skjól fyrir ógninni

Skólinn er skjól fyrir ógninni

Börnin í nýendurbyggðum grunnskóla í Aleppó í Sýrlandi vilja helst ekki fara heim úr skólanum því þar tekst þeim að útiloka allt það slæma fyrir utan. Þetta segir Racha Badawi, starfsmaður SOS Barnaþorpanna í Sýrlandi í viðtali við heimasíðu SOS á Íslandi en hún heimsótti skólann í sumar.

Endurbygging Al Thawra skólans var fjármögnuð af SOS á Íslandi með frjálsum framlögum styrktaraðila og kostaði 12 milljónir króna. Yfir tvö þúsund börn eru farin að sækja nám í skólanum og eiga þau það okkar frábæru styrktaraðilum að þakka.

Hræðsla í hverju andliti í Aleppó

Um helmingur barna á aldrinum 5-18 ára í austurhluta Aleppó sótti ekki skóla meðan stríðsástandið var sem verst í borginni. Skólarnir í borginni voru ýmist notaðir sem fangelsi eða skýli og sumir eru hreinlega orðnir að rústum. Racha segir að það hafi verið stórkostlegt að sjá svo litskrúðugan stað fullan af lífi innan um alla eyðilegginguna. Hún ræddi við börnin í skólanum og stendur eitt þeirra samtala sérstaklega upp úr.

„Ég vildi óska þess að dagurinn taki aldrei enda því ég vil bara vera hérna. Ég elska þennan skóla,“ sagði eitt barnanna við Rachu. Hún segir hræðslu ennþá skína úr andliti allra í borginni og eru börnin þar engin undantekning. „Að vera í skólanum er hamingjustundin þeirra.“

Hættan ekki enn liðin hjá

Þó það versta sé yfirstaðið eftir áralöng átök í Aleppó segir Racha að ástandið í borginni sé ekki ennþá öruggt. „Nei ekki ennþá. Alls ekki. Þegar við vorum þarna var mikið um skothvelli, sprengjur og öskur. Við erum vongóð en nei, ekki ennþá,“ sagði Racha í viðtali við Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúa SOS á Íslandi.

Börnin sækja í hamingjuna í skólanum

SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna ýmis verkefni víða um heim með frjálsum framlögum - allt í þágu barna.

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...